Starfsmenn fyrirtækja leiddu saman hesta sína í gær

Firmamótið er rafíþróttamót þar sem fyrirtæki keppa við hvort annað.
Firmamótið er rafíþróttamót þar sem fyrirtæki keppa við hvort annað. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Íslensk fyrirtæki eru byrjuð að etja kappi við hvort annað í rafíþróttum en fyrsti leikdagur Firmamótsins var í gær.

Þrír leikir, þrír sigurvegarar

Á Firmamóti ELKO keppa starfsmenn fyrirtækja við starfsmenn annarra fyrirtækja í þremur mismunandi tölvuleikjum. Þetta árið er keppt í tölvuleikjunum, Rocket League, Counter-Strike: Global Offensive og Valorant en sigurvegari verður krýndur í hverjum leik fyrir sig.

Til dæmis gæti fyrirtæki verið með lélegt Rocket League-lið á sínum snærum en aftur á móti ansi sterka CS:GO-leikmenn. Þannig á það fyrirtæki möguleika á að vinna í einum leik þó því gangi illa í öðrum.

Mánudagar til mæðu

Úrslitin fara fram þann 1. apríl í rafíþróttahöllinni Arena og keppa starfsmenn fyrirtækja í gegnum netið fram að því. Sem fyrr segir fóru fyrstu leikir mótsins fram í gær en keppt verður á hverjum mánudegi fram að úrslitum.

Nánari upplýsingar um stöðu fyrirtækja og úrslit leikja í Counter-Strike: Global Offensive, Rocket League og Valorant er hægt að nálgast með því að smella á nafn leiksins hér í textanum.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is