Styrkja tónlistarkonu til þess að jafna kynjakvótann

Tilraunin er gerð til þess að auka fjölbreytileika í greininni.
Tilraunin er gerð til þess að auka fjölbreytileika í greininni. Ljósmynd/KPC

Leikjaframleiðandinn Electronic Arts tilkynnti á dögunum samstarf við tónlistardeild Berklee Skóla. Berklee Collage of Music kennir tónlistarfólki að búa til tölvuleikjatónlist en að sögn Electronic Arts einkennist iðnaðurinn af einu kyni og er þetta tilraun til þess að reyna jafna það út. 

Góð tónlist í tölvuleikjum er jafn mikilvæg og hún er kvikmyndum en sífellt fleiri tónlistarmenn reyna fyrir sér í tölvuleikjatónlist og Grammy verðlaunin hafa stofnað flokk sem heitir besta frumsamda tölvuleikjatónlistin.

Í boði er ein staða fyrir kvenmann í Berklee tónlistardeildinni og fær sú kona tækifæri að vinna með helstu tónlistarframleiðendum Electronic Arts en einungis 1,7% af allri tónlist sem búin er til fyrir tölvuleiki er gerð af kvenmönnum.

Electronic Arts vonar að geta snúið þessum tölum við og aukið fjölbreytileika í greininni.

Berklee Collage of Music er í Boston og verður sigurvegari kynntur á næstu dögum.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is