Stígur niður eftir þrjú ár í liðinu

Leikmaðurinn syrsoN hefur leikið með BIG síðan árið 2020.
Leikmaðurinn syrsoN hefur leikið með BIG síðan árið 2020. Ljósmynd/Pley

Eftir að hafa leikið með liðinu í þrjú ár og verið trúr liðinu í uppbyggingu hefur hann ákveðið að stíga niður tímabundið.

Florian „syrsoN“ Rische hefur spilað Counter-Strike með liðinu BIG einna lengst af öllum meðlimum liðsins en hann hefur dregið sig úr leik af stórmótinu í Póllandi eftir lélegt gengi liðsins undanfarið.

Í hópi þeirra bestu

Þrátt fyrir ágætar frammistöður leikmannsins tapaði liðið gegn G2 og Team Spirit og þurfti að vinna bráðabana til þess að halda leik áfram.

Í bráðabananum sigraði BIG liðið Complexity en eftir leikinn steig syrsoN niður og mun leikmaðurinn Marcel „hyped“ Köhn spila með liðinu út mótið. 

SyrsoN skrifaði undir hjá BIG árið 2020 og var liðið eitt það besta í heimi. Það ár voru öll mót spiluð á netinu vegna kórónuveirufaraldurs og stóð syrsoN sig vel á þeim mótum. Árið 2020 var hann á lista yfir 10 bestu Counter-Strike leikmenn heims.

SyrsoN hefur spilað vel undanfarin misseri en spurning hvort andleg heilsa hafi haft áhrif á ákvörðunina að stíga niður, það mun koma í ljós þegar líður á árið. 

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is