Ungstirnið sendi stjörnuna í bráðabana

Vinstra megin sést leikmaðurinn m0NESY og leikmaðurinn s1mple hægra megin.
Vinstra megin sést leikmaðurinn m0NESY og leikmaðurinn s1mple hægra megin. Samsett mynd

Stórmótið í Counter-Strike stendur yfir í Póllandi og er undankeppnin komin vel á veg. Ein stærsta vonarstjarna leiksins, hinn 17 ára Ilya „m0NESY“ Osipov hefur sýnt flotta takta á mótinu en hann spilar með liðinu G2.

Í gær mætti G2 sigursæla liðinu Natus Vincere þar sem einn besti Counter-Strike spilari sögunnar spilar.

m0NESY lék eitt sinn með unglingaliði Natus Vincere og því stór viðureign fyrir ungstirnið og tækifæri að sýna hvað í honum býr. 

Ungstirnið m0NESY.
Ungstirnið m0NESY. Ljósmynd/HLTV

G2 átti ekki í neinum vandræðum með Natus Vincere og endaði á því að sigra viðureignina 2-0 og sendi stórliðið í bráðabana þar sem þeir eiga á hættu að detta úr leik í dag, takist þeim ekki að sigra sigurvegara síðasta stórmóts, Outsiders.

m0NESY fór á kostum í viðureigninni og vann alla bardaga sína gegn stjörnu Natus Vincere, s1mple. Leikmennirnir tveir mættust 13 sinnum í gær og hafði m0NESY betur í öll 13 skiptin. 

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is