Uppáhald margra kemur aftur

Fiskur fagnar í Fortnite.
Fiskur fagnar í Fortnite. Skjáskot/YouTube/Epic Games

Margir hafa beðið spenntir eftir endurkomu „Slurp Juice“ í tölvuleiknum Fortnite og virðist vera komið að því.

Slurp Juice nota leikmenn til þess að endurheimta líf leikmannsins eða bæta við það en Slurp Juice var fjarlægt úr leiknum fyrir þremur árum síðan, eða febrúar árið 2020 þegar kafli 2 hófst í tölvuleiknum.

Fagnaðarfundir

Núna þremur árum síðar kemur drykkurinn aftur í leikinn samkvæmt áreiðanlegum heimildum en netverjar hafa birt skjáskot úr leikjum sínum þar sem frétt birtist í leiknum að Slurp Juice sé á leiðinni. 

„Ég er búinn að biðja til Guðs fyrir þessu augnabliki“ er skrifað í athugasemd undir Twitter-færslu þess efnis að Slurp Juice sé á leiðinni og greinilega margir spenntir að fá viðbótina aftur í leikinn. 

Ný uppfærsla fer í loftið 7. febrúar.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is