Disney segir upp starfsfólki

Um 7000 manns munu missa vinnu sína hjá Disney.
Um 7000 manns munu missa vinnu sína hjá Disney. Mynd/AFP

Forstjóri Disney, Bob Iger, tilkynnti á dögunum að fyrirtækið þyrfti að segja upp starfsfólki í tilraun til þess að snúa rekstrinum við. Með uppsögnunum sparar fyrirtækið um 5,5 milljarða bandaríkjadollara og mun þetta hafa áhrif á alla starfsemi Disney. 

Vottar starfsfólkinu virðingu

Forstjórinn sagði í viðtali að hann beri mikla virðingu fyrir starfsfólkinu og að þau hafi lagt allt í sölurnar til þess að leggja sitt af mörkum. Þessi ákvörðun hafi verið erfið en mikilvæg til þess að bregðast við tekjutapi.

Um 7000 starfsmenn missa vinnuna hjá Disney. Bob Igor tilkynnti einig nýja stefnu fyrirtækisins og verður áherslan lögð á þrjár deildir fyrirtækisins:

Disney Entertainment, sem framleiðir kvikmyndir fyrir Disney, streymisveituna Disney+ og því Hulu og ESPN líka og loks skemmtigarðana Disney World og allar vörur sem fylgja þeim. 

Streymisveitan erfið

Streymisveitan Disney+ tapaði áskrifendum í fyrsta sinn síðan hún kom út en á þessum fyrsta fjórðungi hefur áskrifendum fækkað um 2,4 milljónir.

Með þessu er áætlað að Disney hafi tapað um 1,5 millljörðum bandaríkjadollara í tekjur á streymisveitunni og því mikilvægt fyrir Bob Igor að ná að snúa þessu við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert