Fleiri segjast spila í snjallsíma en Nintendo Switch

Rafíþróttir.
Rafíþróttir. Skjáskot/youtube.com/Verbo

Undanfarna viku hafa lesendur rafíþróttavefsins tekið þátt í skoðanakönnun er sneri að hvers konar tölvu þeir spiluðu tölvuleiki á. 

Samkvæmt þeirri könnun spila langflestir lesendur vefsins í borðtölvu, en 44,6% þeirra sem tóku þátt í könnuninni merktu við þann möguleika. Í fartölvu spila talsvert færri tölvuleiki en aðeins 10,7% þeirra sem tóku þátt sögðust spila í slíkri vél.

Fæstir í Nintendo Switch

Þeir sem spila í PlayStation eru í meirihluta með þeim sem spila í borðtölvu en 30,2% þátttakenda sögðust gera það. Til samanburðar sögðust ekki nema 3,6% lesenda spila í Xbox.

Þeir sem spila í Nintendo Switch voru fæstir, en aðeins 2,8% þátttakenda sögðust gera það. Það eru færri en þeir sem segjast spila í snjallsíma þar sem 8,1% lesenda merktu við þann möguleika.

Hér fyrir neðan má sjá mynd skjáskot sem sýnir niðurstöðurnar frá könnuninni en ný könnun hefur verið sett af stað.

Niðurstöður úr spurningakönnun rafíþróttavefsins. Flestir segjast spila á borðtölvu en …
Niðurstöður úr spurningakönnun rafíþróttavefsins. Flestir segjast spila á borðtölvu en fæstir í Nintendo Switch. Skjáskot/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert