Áður óséður spennandi þáttur í leiknum

Mörg gömul vopn eru komin aftur í leikinn.
Mörg gömul vopn eru komin aftur í leikinn. Mynd/Fortnite

Fullt af nýjum verkefnum og áskorunum eru í boði í nýrri uppfærslu leiksins Fortnite. Uppfærslan bætti við nýrri viðbót sem ber nafnið Most Wanted og er tækifæri að eignast nýja hluti og forskot á aðra spilara í leiknum.

Tilkynning um uppfærsluna barst á Twitter-síðu Fortnite. Taki spilari þátt í Most Wanted getur hann átt von á því að þurfa kljást við krefjandi áskoranir en ef heppnast þá fær spilarinn forskot. Þetta forskot getur verið hraðari hreyfingar og endurheimt á lífi í bardaga. 

Ný kraftmikil skotvopn

Auk viðbótarinnar eru ný skotvopn í boði. Þau eru öll frekar kraftmikil og búa mörg yfir þeim eiginleika að skjóta skotfærum sem springa einnig.

Nýju vopnin eru: Heisted Explosive Assault Rifle, Boom Sniper Rifle og Hop Rock Dualies.

Auk þessara nýjunga eru fræg gömul vopn komin aftur og hafa margir spilarar beðið lengi eftir endurkomunni.

Gömlu vopnin eru: Hand Cannon, Dual Pistols og Heavy Sniper.

Leikurinn Fortnite hefur verið einn vinsælasti leikur síðustu ára en vinsældirnar minnkuðu um tímabil þegar margar misheppnaðar uppfærslur voru gerðar á leiknum. Nýlega hafa spilarar notið þess að spila leikinn á ný og greinilegt að vandað er til verka núna í tilraun til þess að fá gamla spilara aftur.

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is