Gagnaleki Activision í umræðunni á ný

AFP

Tölvuleikjafyrirtækið Activision glímir enn við afleiðingar þess þegar brotist var inn í kerfin þeirra í desember á síðasta ári. Nú er efni í umferð á netinu sem sagt er væntanlegt í Call of Duty-leikjunum Modern Warfare II og Warzone 2.

Annað tímabil Warzone 2 og Modern Warfare II er í þann mund að hefjast en ef umræddur leki reynist sannur gætu tölvuleikjaspilarar nú þegar getið sér til um hvers má vænta innanleikjar fram í nóvember. 

Fyrr í dag vakti Vx-underground athygli á því þegar brotist var inn í kerfi Activision á síðasta ári og segir frá væntanlegu efni sem átti að hafa verið lekið.

Gerðu ekki opinbera athugasemd

Vx-underground fjallaði um þetta á Twitter í dag og birti þar nokkur skjáskot sem eiga að sýna leiðarvísi fyrir leikina, allt til dagsins 17. nóvember á þessu ári. Activision er sagt hafa sleppt því að gefa opinbera athugasemd um málið þrátt fyrir að hér sé um ansi stóran leka að ræða.

Þar koma fram drög og plön um þriðja, fjórða og sjötta tímabil leikjanna ásamt dagsetningum á upphafi þeirra en aftur á móti vantaði upplýsingar um fimmta tímabilið.

Call of Duty: Modern Warfare II.
Call of Duty: Modern Warfare II. Grafík/Activision Blizzard

Tveir nýjir útsendarar

Á þessum tímabilum eiga leikmenn m.a. að búast við því að tveir nýjir útsendarar verði kynntir til leiks, þar á meðal einni víxlpersónu (e. crossover character). Með hvorum þeirra fylgja þrjú vopn svo ef rétt reynist eru að minsta kosti sex ný vopn á leiðinni.

Tölvuþrjóturinn sagði einnig verkefni undir nafninu Júpíter vera í bígerð og samkvæmt þessu eigi það að vera í alpha-útgáfu í maí og júní.

Undir Twitter-þræði vxunderground má sjá netverja binda vonir sínar við nýjan Call of Duty-leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert