Vinsælasti leikurinn samkvæmt könnun

Playstation leikjatölvurnar eru framleiddar af Sony.
Playstation leikjatölvurnar eru framleiddar af Sony. Mynd/AFP

Margir leikir keppast um að vera valinn besti leikur heims en Sony stóð fyrir könnun á vefsíðu sinni nýlega þar sem hægt var að kjósa sinn uppáhaldsleik í nokkrum flokkum.

Fjórir flokkar voru í könnuninni:

  • Besta notkun á möguleikum fjarstýringarinnar
  • Bestu gæðin
  • Besti Indí leikurinn
  • Besti leikurinn

Þeir sem hafa spilað leikinn God of War: Ragnarök ættu að taka þeim fregnum fagnandi að leikurinn heldur áfram að hala inn verðlaunum.

Nokkru eftir að leikurinn kom út vann hann til margra verðlauna á tölvuleikjahátíðinni The Game Awards og var svo valinn leikur ársins af Playstation Blog.

Skjáskot úr God of War.
Skjáskot úr God of War. Skjáskot/YouTube/PlayStation

Í nýju könnuninni frá Sony voru nokkrir leikir að berjast um nafnbótina besti leikurinn en það voru leikirnir:

  • God of War: Ragnarök
  • Elden Ring
  • Horizon Forbidden West
  • Ghost of Tsushima: Director's Cut

God of War bar sigur úr býtum í flokknum besti leikurinn og bestu gæðin og því með sanni hægt að segja að leikurinn stóðst allar væntingar sem gerðar voru af spilurum og gagnrýnendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert