Að keyra bílinn eins og að spila á hæstu stillingu

Alex Albon skrifaði undir nýjan samning.
Alex Albon skrifaði undir nýjan samning. Ljósmynd/Williams

Formúlu 1 ökuþórinn Alex Albon talaði um tíma sinn hjá liðinu Red Bull Racing í viðtali nýlega. Albon ræddi um erfiðleika sína hjá liðinu en hann náði aldrei þeim árangri sem ætlast var til af honum.

Erfiður viðureignar

Hann lenti þó nokkrum sinnum í ljótum árekstrum en útskýrði í viðtalinu að keyra bílinn væri eins og að spila Call of Duty á hæstu hreyfistillingu sem hægt væri að stilla í leiknum. „Það þurfti ekki nema blása á stýrið og þá beygði bíllinn,“ sagði hann.

Þegar hreyfistilling er sett í botn þarf ekki nema að hreyfa aðeins við músinni eða stýripinnanum og spilari snýst í marga hringi í Call of Duty. Stillingin er oft notuð ætli spilari að ná flottu myndskeiði og þekkist það vel að reyna við „360-no scope“ en þá snýr spilari sér í heilan hring áður en reynt er að ná fellu.

Max Verstappen hefur unnið tvo heimsmeistaratitla með Red Bull.
Max Verstappen hefur unnið tvo heimsmeistaratitla með Red Bull. Mynd/AFP

Bíllinn sniðinn að Max Verstappen

Albon talaði þó vel um liðið og segist skilja ástæðuna fyrir því að bíllinn hafi verið stilltur svona. „Max Verstappen var númer 1 hjá liðinu, hann var að stefna að heimsmeistaratitli og það sá það hver maður innan liðsins,“ sagði hann.

Max Verstappen fagnar sigri á verðlaunapallinum í Mexíkó.
Max Verstappen fagnar sigri á verðlaunapallinum í Mexíkó. AFP

Alex Albon endaði í sjöunda sæti ökuþóra þetta tímabil og missti sætið sitt til Sergio Pérez sem hefur verið hjá Red Bull síðan.

Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst um helgina 3.-5. mars og keyrir Alex Albon fyrir Williams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert