Stjörnustríðið á tölvurnar

Sérstök útgáfa af vinsælu Xbox leikjatölvunum.
Sérstök útgáfa af vinsælu Xbox leikjatölvunum. Skjáskot/Xbox

Vinsælu Star Wars þættirnir The Mandalorian hófust að nýju 1. mars og til þess að fagna ákvað Xbox að fara í samstarf við Lucasfilm, framleiðanda þáttanna.

Nokkrar tölvur verða í boði en einungis er hægt að eignast þær með því að vinna gjafaleik Xbox. Ásamt því að hanna tölvur í anda Mandalorian verða fjarstýringarnar í sama stíl.

Gjafaleikurinn endar í byrjun maí og því nægur tími til þess að taka þátt.

Fjarstýring frá Razer í anda Mandalorian, ekki er víst hvort …
Fjarstýring frá Razer í anda Mandalorian, ekki er víst hvort fjarstýringin muni líta eins út. Skjáskot/Razer

Enn er ekki kominn neinn Mandalorian tölvuleikur en áhugasamir geta keypt og spilað Star Wars leikina Lego Star Wars: The Skywalker Saga og Star Wars Jedi: Fallen Order.

Nýr leikur er á leiðinni úr Star Wars seríunni en það er Star Wars Jedi: Survivor sem kemur út 28. apríl næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert