Komið að nostalgíukvöldinu í Kópavogi

Arena í Kópavogi.
Arena í Kópavogi. Ljósmynd/Arena

Komið er að nostalgíukvöldi Arena fyrir Counter-Strike-spilara, en það þýðir að í kvöld verður rykinu sópað af gömlu byssunum og rifjað upp gamlar minningar frá lan-mótunum Skjálfta.

Kvöldið hefst klukkan 19:00 og verður sérstakt tilboð á spilatímum í Arena, en keppt verður í Counter-Strike 1.6 og stendur til boða að spila í 32 manna dust 2 maníu.

Kvöldið átti fyrst að fara fram í febrúar en var svo frestað fram að deginunm í dag. Nánar um viðburðinn má lesa í tilkynningu frá Arena.

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is