Gáfu hundruð milljónir leikja í fyrra

Epic Games á marga stærstu leiki heims.
Epic Games á marga stærstu leiki heims. Skjáskot/EpicGames

Tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games heldur úti vefverslun þar sem spilarar geta keypt leiki og spilað.

Í vefversluninni er oft hægt að finna góð tilboð á leikjum en einnig gjaldfrjálsa leiki. Í hverri viku er hægt að nálgast nýja gjaldfrjálsa leiki.

Stórar tölur

Í tilkynningu frá Epic Games gáfu þeir út tölur fyrir fríu leikina árið 2022 en yfir 700 milljónir spilara hlóðu niður gjaldfrjálsum leik yfir árið.

Ef spilari gat nælt sér í alla 99 leikina sem gefnir voru í vefverslunni ætti hann leiki að andvirði 300.000 íslenskra króna.

Epic Games ætlar ekki að gefa neitt eftir í þessum málum og munu bæta í sölurnar árið 2023. Í janúar var flottur leikur í boði en það er leikurinn Kerbal Space Program en inn á milli koma stórir og flottir leikir sem marga langar að spila en hafa aldrei keypt.

Fleiri notendur en í fyrra

Epic gaf einnig út að 70 af þessum 99 leikjum sem gefnir voru slóu met yfir spilarafjölda samtímis og því geta allir grætt á því að bjóða leikina sína ódýra eða frítt.

Um 230 milljón manns nota vefverslun Epic Games í borðtölvum og allt í allt eru 723 milljón notendur með aðgang hjá Epic Games.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert