Nýtt tímabil hefst í dag en hvað er nýtt?

Hvað er nýtt í Fortnite?
Hvað er nýtt í Fortnite? Skjáskot/Fortnite

Annað tímabil tölvuleiksins Fortnite er að ganga í garð og eru margir gríðarlega spenntir fyrir því að uppfæra leikinn og hefja spilun. Nýr kafli hófst fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar kafli 4 tímabil 1 kom út og hefur leikurinn fengið einskonar endurnýjun lífdaga með vel heppnuðum uppfærslum í kafla 4.

Gengur vel

Margir gamlir spilarar hafa kveikt á leiknum á ný og fundið gleði sína í spiluninni. Nú eru einungis nokkrir klukkutímar í að nýja uppfærslan fer í loftið en ekki er kominn endanlegur tími á hvenær það mun gerast.

Leikurinn liggur niðri þegar greinin er skrifuð en ólíklegt er að það muni standa lengi yfir enda vilja framleiðendur kveikja á leiknum og vefversluninni sem fyrst. Spilarar mega búast við nýum vopnum sem koma í leikinn og breytt útlit á eyjunni sem keppt er á.

Búast við fjölda spilara

Þegar Epic Games kveikja á netþjónum Fortnite á ný með nýju uppfærslunni er þó ekki víst að allir sem vilja geti kveikt og byrjað að spila um leið.

Það er þekkt með fyrri uppfærslum að spilurum er hleypt inn í hollum svo netþjónarnir hrynji ekki svo búast má við smá töfum eftir að uppfærslan er keyrð í gang. 

Nýju vopnin sem koma með uppfærslunni eru:

  • Kinetic Blade - nýtt sverð sem slær andstæðingum burt frá þér
  • Havoc Suppressed Assault Rifle - nýr riffill með hljóðdeyfi
  • Havoc Pump Shotgun - Ný kraftmikil haglabyssa 
  • Overclocked Pulse Rifle - nýr sjaldgæfur riffill
Sverðið.
Sverðið. Skjáskot/Fortnite
Nýi riffillinn.
Nýi riffillinn. Skjáskot/Fortnite
Nýja haglabyssan.
Nýja haglabyssan. Skjáskot/Fortnite
Sjaldgæfi riffillinn.
Sjaldgæfi riffillinn. Skjáskot/Fortnite

mbl.is