Beaconmótið bein leið fyrir Íslendinga á toppinn

Riot Games, Valorant.
Riot Games, Valorant. Grafík/Riot Games

Opna Beaconmótið í Valorant fer fram í næstu viku og er skráning nú þegar hafin. Þess má geta að með þátttöku í mótinu eru leikmenn einu skrefi nær því að sigra heiminn, þar sem bein leið er frá Beaconmótum að Heimsmeistaramótinu sjálfu.

Símafyrirtækið Hringdu keyrir Beaconmót RÍSÍ í Valorant, opna Beacon-mót RÍSÍ, frá 16. til 19. mars. Úrslitin verða sýnd í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands frá klukkan 20:00 þann 19. mars.

Beacon er grasrótar-mótaröð sem brúar bilið fyrir keppendur á milli …
Beacon er grasrótar-mótaröð sem brúar bilið fyrir keppendur á milli einstakra viðureigna í Valorant að stóru keppnissenunni. Grafík/Aðsend

Safnað sér inn stigum

Sigur í þessu mótinu telst sem minniháttar sigur og gefur af sér 100 beacon-stig, meðan stærri mót og lanmót gefa af sér 500 og 1000 beacon-stig. Nái lið að safna sér nægum stigum verður því boðið að taka þátt og keppa í opinberri Beacon-deild þar sem efstu liðin fá pláss í Polarismóti. 

Þessi stigi heldur áfram og endar á Heimsmeistaramótinu, svo í raun gæti hver sem er spilað sig upp á heimsmeistaramótið frá botninum.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og skráningu má finna með því að fylgja þessum hlekk og eru reglur mótsins að finna á Discord-rás íslenska Valorant-samfélagsins.

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is