Fundu út hvenær Playstation 6 kemur á markað

Sony hefur ekki talað opinberlega um áform um nýja leikjatölvu.
Sony hefur ekki talað opinberlega um áform um nýja leikjatölvu. Skjáskot/Yanko

Tæknirisinn Microsoft reynir nú að kaupa leikjaframleiðandann Activision Blizzard. Í kjölfarið af áformunum um kaupin ákvað Sony, sem framleiðir meðal annars leikjatölvurnar Playstation, að reyna koma í veg fyrir þau.

Lögfræðingar eigast við

Activision Blizzard framleiðir vinsælu leikina Call of Duty og segir Sony að Microsoft muni reyna koma í veg fyrir að leikirnir muni koma á leikjatölvur þeirra eða spilarar Xbox fái forskot í komandi leikjum.

Á dögunum þurfti Sony að sýna gögn um samstarf sitt við Activision Blizzard og komu þar fram áhugaverðar setningar sem netverjar hafa krufið til mergjar. 

Ekki hefur enn verið gefin tímasetning á útgáfu næstu kynslóðar leikjatölva frá Sony en Playstation 5 kom á markað fyrir um þremur árum síðan. Sala á tölvunni gengur vel og fær tölvan góð viðbrögð frá notendum.

Hins vegar tekur skipulagning og framleiðsla á nýjum leikjatölvum oft langan tíma og því eru töluverðar líkur á því að Sony horfi til framtíðar og fyrirtækið sé með nýja leikjatölvu í huganum. 

Orðalagið skoðað

Fyrsta setningin sem opnaði augu netverja var að Sony sé með samning við Call of Duty þar til árið 2027 sem eitt og sér er ekki áhugavert fyrr en næsta setning er lesin en þar stendur: „Sony er samningsbundið Call of Duty þar til næsta leikjatölva frá fyrirtækinu kemur á markað“.

Saga Playstation segir að yfirleitt um 6-7 árum eftir útgáfu leikjatölvu kemur ný á markað.

  • Playstation 2 kom á markað 6 árum eftir Playstation 1.
  • Playstation 3 kom út 7 árum eftir Playstation 2.
  • Playstation 4 kom út 7 árum eftir Playstation 3.
  • Playstation 5 kom út 7 árum eftir Playstation 4.

Þetta gefur til kynna að árið 2027 sé ekki úr myndinni sem útgáfuár fyrir næstu leikjatölvu Sony, Playstation 6.

Þó eru líkur á því að ef engar stórar framfarir verði í tölvuheimum að íhlutir Playstation 5 tölvunnar séu fullnægjandi lengur en fyrri tölvur. 

Værir þú til í að spila tölvuleik á íslensku?

  • Já klárlega
  • Nei helst ekki
  • Hef ekki sterka skoðun á því
mbl.is