Sigurstranglegra liðið sent heim til Svíþjóðar

Aleksib fyrirliði NIP.
Aleksib fyrirliði NIP. Ljósmynd/brcho_

Nú stendur yfir mótaröðin ESL Pro League og þar keppast við flest bestu lið heims sem og minni lið sem reyna að sanna sig.

ESL Pro League fer fram í Möltu og stendur yfir þar til 26. mars næstkomandi. Riðlakeppnin er að klárast og eftir það tekur við úrslitakeppnin þar sem sigurvegarinn getur farið heim með um 30 milljónir íslenskra króna.

Óvænt úrslit

Í gær tókust á liðin 00Nation og Ninjas in Pyjamas og mátti með sanni segja að hið síðarnefnda hafi verið sigurstranglegri aðilinn fyrir leik. Ninjas in Pyjamas byrjuðu viðureignina vel og vann fyrsta kortið 16-10.

Eftir það fóru hins vegar hlutirnir að klikka. Ninjas in Pyjamas átti lélegan leik á kortinu Nuke og tapaði með níu lotu mun, 16-7. Síðasta kortið var því virkjað til þess að finna sigurvegara og stóðu 00Nation uppi sem sigurvegarar. 

Niðurstaðan var slæm fyrir Ninjas in Pyjamas sem voru með þessu tapi sendir heim eftir erfitt mót og lélegar niðurstöður.

Hvað fór úrskeiðis?

Ninjas in Pyjamas hefur gengið í gegnum margar breytingar á liði sínu og vonaðist eftir því að kominn væri smá taktur í liðið en svo var ekki. Mörg mistök voru gerð í leiknum gegn 00Nation og frammistaða liðsmannanna var ekki upp á marga fiska.

Það er því ljóst að liðið þarf að æfa sig betur og finna hvernig hægt er að ná því besta úr leikmönnum liðsins. 

00Nation sýndi góða takta án fyrirliðans síns en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst svona langt á stórmóti. Liðsmenn 00Nation voru allir í góðum gír og sýndu fallega takta til þess að klára krefjandi lotur. 

ESL Pro League heldur áfram á miðvikudag með fjórum viðureignum

  • FORZE gegn Natus Vincere klukkan 15.00.
  • Spirit gegn Astralis klukkan 15.00.
  • Liquid gegn Rare Atom klukkan 18.30.
  • ATK gegn ENCE klukkan 18.30.

Værir þú til í að spila tölvuleik á íslensku?

  • Já klárlega
  • Nei helst ekki
  • Hef ekki sterka skoðun á því
mbl.is