Counter-Strike slær spilaramet á ný

Leikurinn sívinsæli.
Leikurinn sívinsæli. Skjáskot/youtube.com/ESLCounter-Strike

Sívinsæli skotleikurinn Counter-Strike hefur slegið fyrra met sitt á ný. Fyrr á árinu sló leikurinn met fyrir flesta spilara að spila leik á sama tíma. Núna um helgina spiluðu 1,4 milljónir spilara leikinn á einum tímapunkti.

Leikurinn, sem kom út árið 2012, virðist ekki vera missa spilara frá sér en stórar breytingar virðast í vændum fyrir leikinn.

Beðið eftir nýrri uppfærslu

Uppfærsla virðist vera á leiðinni en hávær orðrómur hefur gengið á netinu um Counter-Strike 2. Valve hefur þó ekki tjáð sig um þetta mál og bíða spilarar því eftir fréttum þess efnis.

Nýja uppfærslan mun bæta gæðin til muna og verður því skemmtilegra að spila leikinn að mati margra.

Tölvuleikurinn á einn dyggasta stuðningsmannahóp allra leikja og hefur rafíþróttasvið leiksins staðið af sér mörg högg og stendur uppi sem ein vinsælasta rafíþróttin undanfarin ár.

ESL Pro League stendur yfir þessa dagana og því er mikið um að vera fyrir aðdáendur leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert