Dusty mætir gríðarsterku liði í umspilinu

Næstkomandi föstudag mætir íslenska rafíþróttaliðið Dusty belgíska liðinu Sprout í umspili BLAST mótaraðinnar. Sprout er gríðarlega sterkt lið og skartar mörgum efnilegum leikmönnum auk þess að sitja í 37. sæti heimslistans í Counter-Strike.

Lið Dusty sigraði Ljósleiðaradeildina á síðasta tímabili og reynir nú fyrir sér á stærri vettvangi þar til næsta tímabil hefst.

Liðið hefur verið á flugi síðustu ár en spurning hvernig fer gegn mögnuðu liði Sprout. Leikurinn hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma næstkomandi föstudag.

Þorsteinn, fyrirliði Dusty, var viðmælandi í þáttunum SETTÖPP þar sem hann segir frá sögu sinni með Dusty og gefur innsýn í líf rafíþróttamannsins. Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd hér:

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is