Fleiri hundruð klukkutímar í loftinu

Liðsmenn hafa þurft að eyða talverðum tíma um borð í …
Liðsmenn hafa þurft að eyða talverðum tíma um borð í flugvél. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP/JOSEP LAGO

Rafíþróttaliðið Complexity keppir í stærstu keppnum Counter-Strike og því fylgir oft mörg ferðalög, sérstaklega fyrir lið í Norður-Ameríku.

Umboðsmaður liðsins, Graham Pitt, deildi á Twitter-síðu sinni hversu mikið liðið er búið að ferðast á árinu 2023 og eru tölurnar sláandi.

Mikill tími í ferðalög

Nokkur lið hafa lent í því undanfarið að leikmenn þeirra lendi í kulnun og þurfi að taka sér veikindaleyfi og gæti ein ástæðan fyrir því verið ferðalögin og stressið í kringum þau.

Liðsmenn Complexity.
Liðsmenn Complexity. Skjáskot/HLTV

Stórmót og undankeppnir fyrir stórmót eru haldin víða um heiminn en oftast eru þau haldin í Evrópu. Þess vegna getur verið erfitt fyrir lið í öðrum heimsálfum að sækja öll mót heim.

Frá því í janúar hefur rafíþróttaliðið Complexity farið í 99 flug. Meðalflugtíminn á þessum 99 flugferðum er 3 klukkustundir og 50 mínútur.

114 klukkustundir hafa farið í bið á flugvöllum og 464 klukkustundir í ferðalög ótengt flugvallarferðum og flugferðunum sjálfum.

Fyrir utan það hefur liðið keypt 310 hótelnætur í fimm mismunandi borgum í fimm löndum. 

Liðið hefur tekið þátt í þremur viðburðum á þessu ári, ESL Pro League Season 17, IEM Katowice 2023 og BLAST Premier: Spring Groups 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert