Mögulega dýrasti hermir heims

Hermirinn er rándýr en mögulega þess virði fyrir aðdáendur Red …
Hermirinn er rándýr en mögulega þess virði fyrir aðdáendur Red Bull. Skjákot/F1

Vinsælt er meðal áhugamanna um kappakstur að verða sér úti um ökuhermi sem líkir eftir upplifuninni að keyra keppnisbíl. Núna er hins vegar hægt að fara skrefinu lengra og kaupa hálfan Formúlu 1 bíl sem búið er að gera að ökuhermi.

Setti met árið 2022

Formúluliðið Red Bull hefur í samstarfi við fyrirtækið „F1Authentics“ gefið út ökuhermi sem er mögulega sá dýrasti í heimi. Ökuhermirinn er byggður á bílnum RB18 sem vann 17 keppnir um allan heim árið 2022.

Hægt er að kaupa tvær tegundir af bílnum, annars vegar keppnisútgáfuna og hins vegar meistaraútgáfuna sem inniheldur samsettan framvæng af bílnum.

Skjáskot/F1

Fyrir áhugasama er hægt að versla þessa ökuherma á 75 þúsund pund til 100 þúsund pund eða 12-17 milljónir íslenskra króna.

Innifalið í verðinu er þó stór tölvuskjár, stýri og kraftmikil borðtölva til þess að keyra bílaleikina.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is