Danirnir byrja illa á Möltu

Astralis var eitt sinn besta lið heims.
Astralis var eitt sinn besta lið heims. Skjáskot/Twitter

Nú stendur yfir Counter-Strike mótið ESL Pro League Season 17 á Möltu og mættu liðin í D-riðli til leiks í gær. Danska liðið Astralis, sem var eitt sinn besta lið heims, reynir nú að finna taktinn aftur eftir lélegt gengi undanfarna mánuði.

Hvernig fór?

Fyrsta viðureign Astralis á Möltu var gegn liðinu Team Spirit og fór nú ekki betur en svo að Team Spirit sigraði viðureignina 2-0. Fyrsti leikurinn fór 16-4 Team Spirit í vil og var staðan 13-2 í hálfleik og átti Astralis aldrei séns í þeim leik.

Seinni leikurinn var nokkuð jafnari en í hálfleik leiddi Team Spirit með 11 lotur sigraðar gegn 4 hjá Astralis, þá kviknaði á leikmönnum Astralis og reyndu allt hvað þeir gátu til þess að knýja fram þriðja leik, bráðabana, en allt kom fyrir ekki.

Team Spirit sigraði seinni leikinn 16-11 og fóru sáttir frá borði.

Afhverju tapaði Astralis?

Margar ástæður eru fyrir því að leikirnir fóru svona illa fyrir Astralis-menn en stjörnuleikmennirnir þeirra, dev1ce og blameF, áttu báðir lélegan dag.

Team Spirit lék í dag gegn liðinu FORZE en tapaði þeirri viðureign 2-1.

Astralis leikur í kvöld gegn Natus Vincere en liðið sem tapar þeirri viðureign verður sent heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert