Laus úr fangelsi eftir atvik í bílaumboði

SicK mun ekki koma til með að leika með liði …
SicK mun ekki koma til með að leika með liði sínu á næstunni. Samsett mynd

Rafíþróttamaðurinn og Valorant spilarinn Hunter „SicK“ Mims er laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í 11 daga.

SicK var handtekinn fyrstu helgina í mars eftir að hafa neitað að yfirgefa bílaumboð Ferrari í heimabæ sínum Dallas en þar hafði hann valdið skemmdum á húsnæði og sýningarsal.

Fjölskyldumeðlimir og félagar SicK segja síðustu mánuði hafa verið erfiða en hann hefur dregið sig úr keppnishóp Sentinels til þess að huga að andlegri heilsu sinni.

Sentinels liðið lagði út fjármagn fyrir lausn SicK úr fangelsi og kostnaði við flug systur hans til Dallas en hún tók á móti bróður sínum þegar honum var sleppt. Sentinels gaf út tilkynningu þess efnis að SicK myndi ekki fá að spila með liðinu fyrr en hann lýkur viðeigandi meðferð og vinnur í sínum málum.

SicK er á bekknum um tíma.
SicK er á bekknum um tíma. Skjáskot/Sentinels

SicK hefur spilað með Sentinels síðan hann ákvað að hætta að keppa í Counter-Strike og byrjaði að keppa í Valorant.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is