Hættu við viðburðinn vegna líflátshótana

Rust er vinsæll tölvuleikur fyrir borðtölvur.
Rust er vinsæll tölvuleikur fyrir borðtölvur. Skjáskot/Rust

Framleiðendur leiksins „Rust“, Facepunch Studios, gáfu út tilkynningu þess efnis að ákvörðun hafi verið tekin að hætta við viðburð í næstu viku.

Stjórnendur leikjaframleiðandans vildu sýna lit og ákváðu að skipuleggja viðburð í San Fransiskó þar sem aðdáendur leiksins og spilarar hefðu átt möguleika á því að hitta stjórnendurna og deila sínum hugmyndum.

Starfsmaður fyrirtækisins, Alistair McFarlane, sagði í viðtali að líflátshótanir væru daglegt brauð fyrir starfsfólkið bæði í tölvupóstsamskiptum og á samfélagsmiðlum. Þetta hefur haft slæm áhrif á starfsfólkið og margir sem segja þetta reyna mikið á andlegu hliðina.

Eftir að Facepunch gaf út staðsetningu á viðburðinum byrjuðu hótanir að hrúgast inn og var því ákveðið að hætta við hann eins og áður segir.

mbl.is