Keypti tölvuleikjavopn á tuttugu milljónir

Vopnið prýðir listaverkið Wild Lotus.
Vopnið prýðir listaverkið Wild Lotus. Skjáskot/Youtube

Einn spilari leiksins Counter-Strike ákvað á dögunum að fjárfesta í nýju vopni. Mörg vopn í Counter-Strike eru prýdd listaverkum og eru þau dýrari eftir því hve sjaldgæf þau eru.

Sjaldgæfar útgáfur vopna

Einu leiðirnar til þess að eignast þessi sjaldgæfu vopn er að reyna á lukkuna og opna lukkubox sem getur innihaldið vopnið eða kaupa það af öðrum spilara.

En vopnin eru ekki það eina sem er sjaldgæft heldur getur spilari ákveðið að setja límmiða á vopnin sín og gera þau enn sjaldgæfari.

Límmiðarnir telja

Til eru límmiðar sem komu út árið 2014 í tilefni af stórmótinu í Katowice. Þessir límmiðar kosta um 6 milljónir króna hver. Einn spilari eða safnari keypti sér vopnið „AK-47, Wild Lotus“ en vopnið er afar sjaldgæft og eru undir 3000 útgáfur af því til.

Flest vopna þessarar tegundar kosta um 1 og hálfa milljón króna en eitt þeirra kostaði um 22 milljónir króna og var það vegna þess að á vopninu voru fjórir límmiðar frá Katowice 2014.

Markaðsvirði þessara límmiða var því um 24 milljónir og telst þetta því ágætis fengur að fá vopnið með öllum límmiðunum á 22 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert