Enn lenda leikmenn í því að deyja fyrir leik

Call of Duty er ein vinsælasta skotleikjasería heims.
Call of Duty er ein vinsælasta skotleikjasería heims. AFP/GENE BLEVINS

Á dögunum birti spilari myndskeið af sér deyja tvisvar í röð áður en leikur hófst í Call of Duty: Modern Warfare 2.

Leikurinn kom út í október árið 2022 og hefur fengið góðar viðtökur þrátt fyrir fjöldann allan af göllum. Spilarar hafa greint frá göllum í ýmsum leikhömum leiksins, þar á meðal Warzone 2, og hafa framleiðendur leiksins ekki undan að laga gallana.

Nýtt myndskeið sýnir spilara gera sig kláran að keppa á kortinu Santa Sena Border Crossing og virðist allt vera eins og það á að vera. Hins vegar þegar leikurinn er alveg að hefjast deyr spilarinn, birtist aftur og deyr svo aftur.

Athugasemdir undir myndskeiðinu virðast benda til þess að þetta sé algengt þegar kortið er spilað með tíu leikmönnum í hvoru liði fyrir sig. 

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is