Selja nú sérmerktar borðtölvur

Sérmerktar borðtölvur frá Chillblast og Dusty eru nú aðgengilegar til …
Sérmerktar borðtölvur frá Chillblast og Dusty eru nú aðgengilegar til kaups. Skjáskot/Dusty

Rafíþróttafélagið Dusty og breski tölvuframleiðandinn Chillblast efla samstarf sitt en nú er hægt að kaupa borðtölvur frá Chillblast í gegnum Dusty. Tölvur sem þá eru sérmerktar liðinu og eru þar að auki notaðar í yngri flokka starfi Dusty.

„Við erum bara að prófa eitthvað nýtt, prófa okkur áfram og sjá hvað við getum boðið upp á,“ segir Ásbjörn Daní­el Ásbjörns­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Dusty, og bætir við að hér sé um býsna spennandi tækifæri að ræða fyrir félagið.

Unnið með erlendum liðum

Vert er að nefna að tölvuframleiðandinn Chillblast hefur m.a. unnið með erlenda liðinu Fnatic en líkt og kemur fram hér að ofan, eru allar tölvurnar sem notaðar eru í yngri flokka starfinu frá Chillblast.

Þetta er í fyrsta skiptið sem rafíþróttafélag hefur sölu á sérmerktum borðtölvum en lið hafa áður verið að selja sérmerktan varning. Má þar nefna derhúfur eða fatnað til dæmis.

Hægt er að velja um þrjár mismunandi borðtölvur á heimasíðu liðsins og eru þær á verðbilinu 200.000 til 400.000 krónur.

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is