Mega leika undir merkjum liðsins á ný eftir að Rússar seldu

Outsiders-menn munu færa sig til baka í Virtus.pro.
Outsiders-menn munu færa sig til baka í Virtus.pro. Ljósmynd/HLTV

Rafíþróttaliðið Virtus.pro hefur undanfarið leikið undir merkjum Outsiders þar sem liðinu var meinuð þátttaka á stórmótum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Leikmenn liðanna Gambit og Virtus.pro þurftu allir að finna sér ný lið eftir að rússnesk lið voru bönnuð frá ESL og BLAST sem eru tveir stærstu mótshaldararnir. 

Seldu liðið

Liðið Virtus.pro fær nú að halda á stórmót á ný eftir að rússneskir eigendur liðsins seldu liðið. Virtus.pro fær því að leika undir eigin merkjum frá og með deginum í dag í BLAST mótaröðinni en munu halda nafninu Outsiders þar til mótið ESL Pro League er yfirstaðið.

Samkvæmt heimildum mun sigurvegari stórmótsins í Brasilíu árið 2022 haldast sem Outsiders og því verður ekki breytt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert