Hver getur spilað Counter-Strike 2?

Leikurinn kemur út í sumar.
Leikurinn kemur út í sumar. Skjáskot/CHINTEL

Á miðvikudag tilkynnti Valve, framleiðandi vinsæla skotleiksins Counter-Strike, að ný útgáfa af leiknum Counter-Strike væri á leiðinni. Nokkrir heppnir spilarar fá tækifæri til að prófa leikinn áður en hann kemur út og taka þátt í prófunum á ýmsum atriðum.

Þar sem margir vilja fá tækifæri til að prófa leikinn gefst færi fyrir óprúttna aðila að svindla á þeim sem eru hvað óþolinmóðastir. Hér fyrir neðan eru svör við nokkrum spurningum fyrir þá sem eru spenntir fyrir leiknum.

Hvernig fæ ég aðgang að Counter-Strike 2?

Það eru ýmsir þættir sem spila inn í það hver fær aðgang að leiknum en þar á meðal er skoðað hversu marga klukkutíma spilari hefur varið í Counter-Strike nýlega, hvort aðgangur spilara sé traustur og ekki orðið áður fyrir svindli og að aðgangur spilarans sé flottur og í notkun.

Hvernig veit ég hvort ég hafi verið valinn?

Ef lukkan er með þér færð þú tilkynningu þess efnis er þú ræsir Counter-Strike: Global Offensive úr forritinu Steam. Skilaboð munu koma upp sem bjóða spilara að niðurhala nýrri útgáfu af Counter-Strike og þegar niðurhalinu lýkur er hægt að spila leikinn.

Hversu margir spilarar fá aðgang?

Það er sífellt verið að bæta við fleiri spilurum í Counter-Strike 2 og því er mikilvægt að spila Counter-Strike reglulega, bæði til þess að bæta sig í leiknum og eiga eitthvað tækifæri í honum.

Hvenær kemur Counter-Strike 2 út?

Í tilkynningunni frá Valve kemur fram að leikurinn komi út í sumar, engin nánari dagsetning hefur verið gefin upp en búast má við leiknum á tímabilinu júní til ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert