Þrefalt stærra kort en í fyrri útgáfu

Leikurinn sívinsæli, Grand Theft Auto V.
Leikurinn sívinsæli, Grand Theft Auto V. Skjáskot/Xbox

Tölvuleikurinn Grand Theft Auto 6 er í vinnslu hjá leikjaframleiðandanum Rockstar. Lítið af upplýsingum er þó í boði um framvindu framleiðslunnar og margir sem bíða spenntir eftir því að vita meira um leikinn.

Árið 2022 var myndskeiðum af leiknum lekið á netið eftir að óprúttnir aðilar komust yfir gögn frá Rockstar Games og eru það einu upplýsingarnar sem hafa birst um leikinn.

Netverjar keppast nú um að komast að meiri upplýsingum um leikinn og sumir segjast vita hluti sem aðrir vita ekki, þar á meðal einn Reddit-notandi sem deildi myndum um stærð kortsins sem leikurinn tekur sér stað.

Kortið í nýja leiknum er talið vera um þrefalt stærra en kortið í Grand Theft Auto V. Nokkrar eyjur verða í leiknum sem hægt er að flakka á milli og skoða sig um. 

Sumir aðdáendur leiksins vilja meina að leikurinn sé klár og einungis sé verið að laga hann og gera hann flottari áður en hann verður gefinn út en enginn veit hvenær má búast við leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert