Hægt að spila upprunalega Fortnite-kortið á ný

Fortnite.
Fortnite. Grafík/Epic Games

Margir spilarar leiksins Fortnite hafa tekið gleði sína á ný eftir að upprunalega Fortnite-kortið var gert aðgengilegt öllum á dögunum. Fortnite er leikur sem gengur út á það að vera síðastur eftir lifandi.

Til þess að það takist þarf spilari að vera útsjónarsamur og skipulagður. Frá því að leikurinn kom út árið 2017 hafa margar breytingar átt sér stað og þar á meðal á kortinu sem spilað er á. 

Tóku málið í sínar eigin hendur

Hönnunarfyrirtækið „Atlas Creative Studio“ ákvað að hanna upprunalega kortið í leikham sem leyfir spilurum að hanna sín eigin kort, Atlas Creative Studio hannaði forrit sem gat útbúið kort með því að nota gröf og kort. Til þess að spila upprunalega kortið þarf spilari að setja inn kóðann:

2179-7822-3395

Þótt hægt sé að spila kortið er það ekki gallalaust enda ekki hannað af framleiðendum Fortnite. Kortið er næstum því fullkomið en Atlas Creative þurfti að minnka það örlítið þar sem fyrirtækið lenti í vandræðum með að koma kortinu frá sér sökum þess hve mikið geymsluminni það tekur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert