Hægt að tengja Playstation 4 fjarstýringu við Playstation 5

Fjarstýringarnar hlið við hlið. Playstation 4 fjarstýringin vinstra megin.
Fjarstýringarnar hlið við hlið. Playstation 4 fjarstýringin vinstra megin. Skjáskot/Tom

Það þekkja það flestir sem spila tölvuleiki að lenda í því að þurfa hlaða fjarstýringuna í miðjum leik eða fjarstýringin sé biluð.

Þá er hægt að bregða á það ráð að tengja gömlu Playstation 4 fjarstýringuna við nýju tölvuna, Playstation 5.

Þó er ekki hægt að gera allt sem nýja fjarstýringin getur en Playstation 4 fjarstýringin getur ekki spilað leiki sem gerðir eru fyrir Playstation 5 því nýja fjarstýringin býr yfir eiginleikum sem sú eldri hefur ekki. 

Tengja fjarstýringuna

Tvær leiðir eru til þess að tengja fjarstýringuna við Playstation 5. Annarsvegar er það þráðlaus tenging og svo beintenging.

Tengja þráðlaust

  1. Fara í stillingarnar á Playstation 5
  2. Velja „Accessories“ og þaðan inn í Bluetooth stillingarnar.
  3. Ýta þarf á Playstation takkann og samfélagsmiðla takkann á fjarstýringunni samstundis og ef það tekst byrjar ljósið að blikka á fjarstýringunni.
  4. Í Playstation 5 tölvunni er þá hægt að velja fjarstýringuna og tengja hana við tölvuna.
Stillingarnar fyrir Bluetooth á Playstation 5 tölvunni.
Stillingarnar fyrir Bluetooth á Playstation 5 tölvunni. Skjáskot/PS

Tengja beint

Það er einfaldara að tengja fjarstýringuna beint við tölvuna en til þess þarf hleðslusnúru með USB tengi sem passar í Playstation 5 tölvuna.

  1. Tengja fjarstýringuna við Playstation 5 tölvuna með snúrunni.
  2. Ýta á Playstation takkann á fjarstýringunni.
  3. Bíða eftir því að ljósið fari að blikka á fjarstýringunni.
  4. Fjarstýringin tengist svo sjálfkrafa.
  5. Þá er hægt að taka snúruna úr sambandi og spila nema þurfi að hlaða fjarstýringuna.
Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert