Atlantic Esports stórmeistarar í Counter-Strike og hátíð í Arena

Rafíþróttaliðið Atlantic Esports varð stórmeistari í Counter-Strike um helgina eftir magnaða viðureign gegn Þór. Spilað var undir fyrirkomulaginu „BO3“ sem þýðir að lið þarf tvo sigra í viðureigninni til þess að fara með sigur af hólmi.

Atlantic og Þór var jöfn viðureign og þurfti oddaleik til þess að finna sigurvegara stórmótsins en að lokum var það Atlantic sem sigldi sigrinum í höfn.

Hátíðahöld í Kópavogi

Hátíð var haldin í Arena á laugardaginn þar sem leikirnir voru sýndir á skjá og keppendur voru í húsi. Eftir keppni var svo haldin uppskeruhátíð þar sem veitt voru verðlaun í hinum ýmsu flokkum. Atlantic gerði sér lítið fyrir og vann til fimm verðlauna.

Nú tekur við sumarfrí frá íslenskum Counter-Strike keppnum en deildin hefst að nýju eftir sumarið. 

Skemmtilegt myndband var birt þar sem sýnt var frá sjónarhorni keppenda og samræðum þeirra í miðjum undanúrslitaleik sem var sannkallaður toppslagur þar sem sigurvegari Ljósleiðaradeildarinnar, Dusty, tók á móti Atlantic Esports.

Mikill áhugi var fyrir leiknum þar sem þessi lið voru mjög jöfn í ár og tvísýnt hvort liðið myndi vinna deildina.

Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá hátíðahöldum í rafíþróttahöll okkar Íslendinga, Arena í Kópavogi.

Sigurvegarar Stórmeistarmótsins.
Sigurvegarar Stórmeistarmótsins. Ljósmynd/aðsend
Það var uppi fótur og fit um helgina í Kópavogi.
Það var uppi fótur og fit um helgina í Kópavogi. Samsett mynd
Liðsmenn Atlantic Esports með fimm verðlaun.
Liðsmenn Atlantic Esports með fimm verðlaun. Samsett mynd

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is