Þurfa að velja samstarfsaðila vel

Leikurinn gengur út á að sjá um bóndabæ.
Leikurinn gengur út á að sjá um bóndabæ. Skjáskot/FS22

Vinsældir tölvuleiksins Farming Simulator virðast ekki vera að minnka en framleiðandi leiksins segist þurfa að velja samstarfsaðila leiksins vel. Tölvuleikurinn er eins konar bóndahermir en spilari eignast þar bóndabæ og þarf að sjá um uppskerur, dýr og vélar.

Í leiknum er fjöldi tækja og véla sem eru gerðar eftir hönnun fyrirtækja sem vilja sjá tæki sín í leiknum. 

Mikill fjöldi fyrirtækja hefur samband

„Þegar við gáfum leikinn út þurftum við að hafa samband við fyrirtæki og reyna að sannfæra þau um að gefa okkur leyfi til þess að búa til útgáfur af vélum þeirra í leiknum,“ sagði Wolfgang Ebert sem er markaðsstjóri Giants sem gefur leikinn út.

Hann segir það merkilegt hvernig leikurinn hefur þróast úr því að vera lítill hermir í það að hægt sé að keppa í honum og kominn sé stór aðdáendahópur. Um 500 vélar og dráttarvélar eru í boði fyrir spilara í leiknum til að velja úr en Wolfgang segir að nú þurfi að velja úr umsækjendum sem vilja sjá dráttarvélarnar sínar í leiknum. 

„Það er mikill ávinningur sem felst í því að fá tæki samþykkt í leiknum frá ákveðnum fyrirtækjum, en þetta eykur vinsældir vörumerkja og fyrirtækja.“ 

Finnska merkið Valtra frumsýndi nýjar dráttarvélar á dögunum og voru þær sýndar í leiknum samtímis. Spilarar gátu séð og keypt nýju vélarnar um leið og þær voru frumsýndar. 

Ný lína dráttarvéla frá Valtra.
Ný lína dráttarvéla frá Valtra. Skjáskot/FS22
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert