Unnu sérstök verðlaun fyrir fjóra stóra titla

FaZe vann Intel Grand Slam.
FaZe vann Intel Grand Slam. Skjáskot/ESL

Rafíþróttaliðið FaZe gerði sér lítið fyrir og vann mótið ESL Pro League Season 17 með 3-1 sigri á Cloud9. Með þessum sigri vann FaZe titil sem kallast Intel Grand Slam.

Sigurvegarar Intel Grand Slam fá 1 milljón dollara í verðlaunafé, eða tæpar 140 milljónir króna. FaZe er eitt fjögurra liða í heiminum sem hafa náð þessum sérstaka titli, en Astralis, Liquid og Natus Vincere hafa náð því áður. 

Hvernig vinnur lið titilinn?

Til þess að vera Intel Grand Slam sigurvegari þarf lið að vinna fjóra stóra titla af tíu keppnum sem eru haldnar í samstarfi við tæknirisann Intel. Einn af þessum titlum þarf að vera stórmót í Counter-Strike. FaZe var valið lið ársins 2022 þar sem liðið vann þrjú af fjórum stórum mótum ársins og því er vel við hæfi að ná þessum sérstaka titli. 

Kanadíski rafíþróttamaðurinn Russel David „Twistzz“ Kevin er sá fyrsti í sögunni til þess að vinna Intel Grand Slam tvisvar en hann vann fyrri titilinn með Liquid árið 2019. 

Rafíþróttamaðurinn Twistzz.
Rafíþróttamaðurinn Twistzz. Skjáskot/PGL
mbl.is