Hlaut fimm sekúndna refsingu eftir kærumál

Íslenska mótaröðin í Gran Turismo, GTS Iceland.
Íslenska mótaröðin í Gran Turismo, GTS Iceland. Grafík/Gran Turismo

Ökuþórarnir í Úrvalsdeild GTS Iceland spændu nýlega upp malbikið þegar keppt var í tölvuleiknum Gran Turismo 7.

Eva Maria kom öllum á óvart en hún framkvæmdi „eins stoppa strat“ og hampaði þriðja sætinu en þetta var þó ekki í fyrsta skiptið sem henni tekst þetta.

Davíð Rúnar hampaði öðru sætinu í keppninni en þess má geta að hann keyrði hringinn ekki aðeins á sínum allra besta tíma fram að þessu heldur var þetta einnig hans fyrsti hringur á árinu.

Maðurinn sem þarf að sigra

Jökull Hrafnsson bar hins vegar glæstan sigur úr býtum og var um leið kallaður „the man to beat“  eða „mannninn sem þarf að sigra“ þessa stundina innan samfélagsins. Þess má geta að hann hefur unnið þrjár af síðustu fjórum keppnum sem hann tók þátt í.

Hér fyrir neðan má horfa á keppnina í heild sinni og hefur staða keppenda á tímabilinu verið uppfærð á heimasíðu GTS Ísland.

Datt niður um sæti vegna kærumáls

Tvær kærur komu á borð mótastjóra á innan við klukkutíma frá því að kærufresturinn tók gildi. Kári Steinn var ákærður af Gunnari vegna áreksturs í T2 en Ragnar Egilsson og Guðmundur Orri stefndu hvorum öðrum fyrir nokkur atvik sem áttu sér stað milli þeirra meðan á keppninni stóð.

Niðurstaða mótastjórnar var sú að Ragnar skyldi sæta fimm sekúndna refsingu meðan Kári hlaut refsingu upp á hálfa mínútu, en þyngri refsingu hefur ekki verið beitt í GTS Ísland fram að þessu. 

Úrslit keppninnar haldast óbreytt fyrir Ragnar þrátt fyrir refsinguna, en aftur á móti varð hún til þess að hann datt niður í 12. sæti á tímabilinu.

Stigakeppni ökumanna

Nú eru stigatöflurnar birtar með verstu úrslitum hvers og eins frádregnum. Jökull leiðir enn mótið og er með þægilega 13 stiga forystu. Davíð Rúnar er enn í 2. sæti, en það er aðeins eitt stig niður að Evu Mariu sem er í 3. sæti. Kári er nú í 4. sæti, sem virðist vera að festast við hann.

Jón Ægir hefur komið sér upp úr fallsæti, á kostnað liðsfélaga síns Róberts Þórs, sem féll niður þrjú sæti eftir fjarveru vegna veikinda. En baráttan þarna er mjög hörð.

Það munar bara níu stigum frá Ragnar í 10. sæti, niður til Hafsteins í 15. sæti, þannig að hér þarf ekki mikið til að hrista upp í slagnum með aðeins tvær umferðir eftir.

Barátta um 4. og 6. sætið

Eina hreyfingin á stigatöflunni er að Scuderia Spettacolo Di Lava hefur komist upp fyrir SMUR 54 Racing með einu stigi.

Svo er ekki langt í Lava Show Racing Team, þannig að það er hörkuspennandi barátta um 4.–6. sætið í liðakeppninni.

Slagur stórmeistaranna

Davíð Rúnar tryggði sér Stórmeistaratitilinn með glæsibrag en hörku spenna er þó enn í mótinu og þá sérstaklega um 2. og 4. sætið.

Hér eru stórtíðindi, en nú hefur Davíð Rúnar formlega tryggt sér Stórmeistaratitilin

Kári Steinn er í 2. sæti með 210 stig, Jökull er kominn upp í 2. sætið með 209 stig meðan Gunnar er í 3. sæti með 204 stig. Það er því alveg á hreinu að hér verður barist harkalega í síðustu tveimur keppnunum!

Braut blað í sögu GTS Ísland

Jón Ægir ók og tók þátt í sinni 80. keppni í Úrvalsdeildinni sem þýðir að ef hann tekur þátt í síðustu tveimur keppnum tímabilsins verður hann formlega orðinn að reynslumesta ökumanni Úrvalsdeildar GTSI, með þátttöku í 82 keppnum. 

Við það myndi hann taka fram úr Guffa sjálfum, sem er með 81 keppnir að baki sér.

Eva Maria braut einnig blað í sögu GTS Ísland en hún rauf 600 stiga-múrinn þar sem hún fékk 609 stig í keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert