Síðasti vængmaðurinn mun alltaf deyja

Útsendarinn Gekko í tölvuleiknum Valorant frá Riot Games.
Útsendarinn Gekko í tölvuleiknum Valorant frá Riot Games. Grafík/Riot Games

Í tölvuleiknum Valorant mun síðasti eftirlifandi vængmaðurinn á vegum útsendarans Gekko alltaf láta lífið.

Eins var dregið talsvert úr skaðagetu Gekko gagnvart hlutum en skaðagetan féll frá 2,5 niður í 1.

Þetta kemur fram í uppfærsluatriðum um útgáfu 6.06 af Valorant frá Riot Games. Þess má geta að „vængirnir eru stýfðir enn frekar“ þar sem þeir geta heldur ekki lengur hrist aðra leikmenn til. Hér fyrir neðan má sjá stiklu af því hvernig vængmenn Gekko nýtast í bardaga.

Sjá betur þegar hurðin fellur

Hurðin á milli svæðanna A Link og A Main hefur einnig verið uppfærð svo að auðveldara verði fyrir leikmenn að komast leiðar sinnar en fyrst og fremst eiga þeir núna að sjá betur þegar hún hrynur í sundur.

Nánar um þetta og önnur atriði sem tóku breytingum má lesa á heimasíðu Riot Games undir uppfærsluatriðum fyrir Valorant 6.06.

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is