Öflugri Xbox fjarstýringar á leiðinni

Fjarstýringarnar eru öflugri en þær sem fylgja með leikjatölvunni.
Fjarstýringarnar eru öflugri en þær sem fylgja með leikjatölvunni. Skjáskot/Xbox

Leikjatölvuframleiðandinn Xbox tilkynnti á dögunum tvær nýjar fjarstýringar sem eru á leiðinni í búðir. Þetta eru öflugri fjarstýringar en þær sem fylgja með leikjatölvunni og eru fjarstýringarnar úr línu sem heitir „Elite Series 2 - Core Series“.

Þessi vörulína býr yfir mörgum öflugum leikjafjarstýringum frá Xbox en fjögur ár eru síðan ný fjarstýring var gefin út af þessari línu. 

Gömul vörulína

Xbox Elite fjarstýringarnar komu fyrst út árið 2015 en fjórum árum síðar kom út nýja línan sem bar nafnið Elite Series 2.

Þegar spilari pantar sér fjarstýringu úr þessari vörulínu fylgja með nýir stýripinnar, hleðslustöð, hleðslusnúra, aukatakkar og taska.

Margir valmöguleikar

Þrír litir verða í boði þegar spilari pantar fjarstýringuna en það er hvítur, rauður og blár. Xbox segir endalausa möguleika í boði þegar spilari eignast þessar nýju fjarstýringar og er lengi hægt að leika sér með mismunandi stillingar og samsetningar á fjarstýringunni.

Það er bæði hægt að nota Elite Series 2 með Xbox og með borðtölvum sem nota stýrikerfið Windows. Verðið á fjarstýringunni er 140 bandaríkjadollarar eða tæpar 20 þúsund krónur. 

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is