Gera grín að verðlaunabikarnum

Bikarinn fyrir fyrsta sæti á stórmótinu í París í maí.
Bikarinn fyrir fyrsta sæti á stórmótinu í París í maí. Skjáskot/BLAST

Mótshaldarinn BLAST frumsýndi verðlaunabikarinn sem gefinn verður á stórmótinu í Counter-Strike sem fer fram í París í maí.

Stórmótið verður það síðasta sem spilað verður í leiknum Counter-Strike: Global Offensive en eftir það tekur við nokkurra mánaða pása til þess að leyfa liðum að aðlagast nýju uppfærslunni, Counter-Strike 2. 

Líkja bikarnum við ost

Mótshaldarar hafa frjálsar hendur þegar kemur að hönnun verðlaunagripa og eru bikararnir oft skrautlegir og einstakir en BLAST hefur fengið þónokkra gagnrýni fyrir hönnun sína og Twitter-síður keppast við að gera grín að bikarnum.

Hönnunin er sérstök en í henni má sjá þríhyrninginn sem einkennir BLAST umlukið slími. Netverjar hafa borið bikarinn saman við bráðinn ost og aðrar matartegundir. 


Einn aðalhönnuður mótaraðinnar, Faye Marlborough, sagði í viðtali að markmið þeirra er að halda skemmtilegt mót og brjóta upp reglur og staðla sem hafa fylgt stórmótum.

„Markmiðið er að línurnar verði ekki lengur beinar heldur megi beygja og breyta um mynd.“

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is