Hætt við stærstu tölvuleikjaráðstefnu heims

Ráðstefnan mun ekki fara fram í sumar.
Ráðstefnan mun ekki fara fram í sumar. Skjáskot/E3

Tölvuleikjaráðstefnan E3 sem hefur verið í dvala síðan árið 2023 átti að fara fram í sumar í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Hinsvegar hafa skipuleggjendur ráðstefnunar ákveðið að hætta við að halda ráðstefnuna sökum áhugaleysis frá tæknifyrirtækjum og tölvuleikjaspilurum. 

Erfiðir tímar

E3 var vinsæl ráðstefna þar sem tölvuleikjaframleiðendur komu saman og sýndu nýjar afurðir og vörur og hefur hún verið haldin árlega frá árinu 1995.

Hinsvegar þurfti hátíðin að færa sig í streymi og sýna frá hátíðinni á netinu eftir að kórónaveirufaraldurinn skall á árið 2020, það gekk vel og margir sem sögðu að ráðstefnan ætti alltaf að fara fram rafrænt. 

Margir leikjaframleiðendir hafa undanfarnar vikur tilkynnt fjölmiðlum að þeir muni ekki taka þátt á ráðstefnunni og má þar nefna Electronic Arts, Nintendo, Ubisoft og aðra stóra framleiðendur.

Þetta hefur gert það að verkum að miðasala gekk illa þar sem uppáhaldsfyrirtæki margra spilara hættu við að koma.

E3 árið 2023 átti að vera sú stærsta í sögunni enda voru skipuleggjendur spenntir að fá að bjóða fólki loksins í hús og vera með mikinn fjölda bása og kynninga. 

mbl.is