Skipta fólki út fyrir gervigreind

Google reynir nú að auka framleiðslugetu sína og stytta biðtíma …
Google reynir nú að auka framleiðslugetu sína og stytta biðtíma á samþykki nýrra leikja. Skjáskot/Google

Tæknirisinn Google hefur hafið hönnun á kerfi sem notar gervigreind til þess að prófa tölvuleiki.

Hjá Google starfar fólk sem sér um að prófa mismunandi leiki og koma með sínar skoðanir og upplifanir af leiknum. Google segir ferlið vera of hægt og krefjist of mikillar vinnu sem ekki er hægt að stigmagna neitt.

Gervigreindin getur tekið við og skoðað leikina, athugað hvort villur séu í kóðanum og hvort sýnilegir gallar séu í leiknum.

Skrifa ritgerðir fyrir nemendur

Margir hafa gagnrýnt þessa þróun og segja gervigreindina ekki vera kominn á þann stað að geta tekið störf af fólki. Umræður um gervigreind fóru á flug er vefsíðan „Chat-GPT“ fór í loftið sem gerir einstaklingum kleift að spyrja hvaða spurningar sem er og gervigreindin reynir að svara og leysa vandamálið.

Það hefur tekist svo vel að skólar og stofnanir hafa þurft að aðlaga sig þessum nýja veruleika og hafa bannað til dæmis að ritgerðum skrifuðum af gervigreind sé skilað inn.

Hönnun Google er þó ekki komin í gagnið en búast má við að á næstu árum muni gervigreind vera stór partur af lífi einstaklinga og þá sérstaklega tæknifyrirtækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert