11 ára gamall leikur trónir á toppi vinsældarlista

Leikurinn Call of Duty: Black Ops II kom út árið …
Leikurinn Call of Duty: Black Ops II kom út árið 2012. Skjáskot/Steam

Sívinsæli tölvuleikurinn Call of Duty: Black Ops 2 hefur verið vinsæll í mörg ár. Hann er einn vinsælasti Call of Duty leikur sögunnar og margir sem spila hann enn í dag.

Ein ástæðan fyrir því að hann hefur haldið vinsældum sínum er vegna þess hve duglegir framleiðendur leiksins eru að gefa út nýtt efni fyrir leikinn og aukapakka sem hægt er að bæta við upprunalega leikinn.

Á útsölu

Á dögunum lækkaði verð leiksins niður í 15 bandaríkjadollara eða um 2000 íslenskar krónur í takmarkaðan tíma, sem er frábært tilboð fyrir marga sem hafa ekki spilað áður eða spiluðu hann þegar hann kom fyrst út árið 2012.

Vinsældarlisti Xbox leikja.
Vinsældarlisti Xbox leikja. Skjáskot/Xbox

Með þessu tilboði hefur salan á leiknum stóraukist og fór leikurinn efst á vinsældarlista Xbox leikja, fyrir ofan nýja leiki eins og MLB The Show, Call of Duty: Modern Warfare 2 og NBA 2K23.

Call of Duty er þekkt fyrir að gera góða leiki en nokkrir af gömlu, vel gerðu leikjum, fara seint úr tísku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert