Smíðaði ofn að hætti Minecraft

Útlit ofnsins hefur haldist nánast óbreytt síðan leikurinn kom út.
Útlit ofnsins hefur haldist nánast óbreytt síðan leikurinn kom út. Skjáskot/Minecraft

Einn aðdáandi tölvuleiksins Minecraft tók sér tíma í að smíða ofn líkan þeim sem er að finna í leiknum. Hann sýndi frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum og deildi lokaútgáfunni á Reddit-þræði Minecraft-spilara.

Leikurinn kom út árið 2009 og hefur haldið í hefðirnar og gert litlar breytingar á útliti hluta í leiknum.

Minecraft snýst um að spilari geri það sem hann vill, hægt er að byggja, berjast við skrímsli, spila með vinum og gera allt sem spilara langar til að gera. Spilarar hafa sýnt snilli sína í leiknum og nú í raunheimum líka.

Í myndskeiðinu er ofninn sýndur og má sjá líkindi milli ofnsins í leiknum og þeim sem hann smíðaði. Myndskeiðið hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð á Reddit og margir sem hafa skorað hann að smíða fleiri hluti úr Minecraft. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert