Svarthöfði mætir til leiks

Svarthöfði hefur áður komið við í sögu Fortnite.
Svarthöfði hefur áður komið við í sögu Fortnite. Skjáskot/Fortnite

Stjörnustríð og Fortnite halda samstarfi sínu áfram og geta spilarar Fortnite fundið Svarthöfða á ný á kortinu. Svarthöfði hefur áður barist við spilara Fortnite og til þess að fagna deginum í dag, fjórða maí, sem hefur jafnan verið kallaður dagur Stjörnustríðsins mun Stjörnustríð birtast í Fortnite á ný.

Flókin verkefni

Mörg verkefni tengd Stjörnustríðinu hafa birst spilurum undanfarna daga og ætli þeim að takast að klára þau öll þarf að hafa hraðar hendur. Næstu þrjár vikur þarf að klára verkefnin sem koma í leikinn til þess að eiga möguleika á sjaldgæfum verðlaunum. 

Samkvæmt heimildum má búast við að sjá Svarthöfða í leiknum í kringum 13. maí næstkomandi. Svarthöfði hefur það verkefni að reyna að útrýma spilurum og því er ekki góðs viti ef spilari heyrir í sverði hans í nágrenninu.

Eitt verkefnið er að taka niður Svarthöfða. Þegar Svarthöfði mætti fyrst til leiks á síðasta ári voru nokkrir sem sögðu hann auðveldan viðureignar og það þyrfti að gera hann máttugri í leiknum. Með Svarthöfða hafa komið mörg vopn og hlutir tengdir Stjörnustríði sem spilarar geta notað og eignast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert