Sett í tímabundið bann aftur

Mynd af Amouranth á Twitter-aðganginum hennar.
Mynd af Amouranth á Twitter-aðganginum hennar. Skjáskot/Twitter/Amouranth

Streymandinn Amouranth hlaut bann á streymisveitunni Twitch í gær en annað eins hefur ekki gerst síðan árið 2021.

Keypti bensínstöð

Hún er einn af vinsælustu kvenkyns streymendunum á Twitch en frá árinu 2016 hefur hún sankað að sér um 6,3 milljónum fylgjenda.

Hefur hún skapað sér nafn fyrir að hegða sér á óviðeigandi hátt og hlotið nokkur bönn í gegnum tíðinda fyrir slík athæfi, en hún keypti einnig bensínstöð árið 2021.

Ástæður bannsins liggja ekki fyrir

Upplýsingar um ástæður núverandi banns liggja ekki fyrir að svo stöddu og hefur hún heldur ekki tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum.

Á Twitch segir hins vegar að rásin sé tímabundið lokuð vegna brots á skilmálum veitunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert