Segja nýja tölvu á leiðinni

Ljósmynd af Nintendo Switch tölvu.
Ljósmynd af Nintendo Switch tölvu. Ljósmynd/Unsplash/Brandon Romanchuk

Í nýjum gögnum frá Nintendo lítur út fyrir að Nintendo Switch-tölvan sé að seljast í minna magni en áður. Um sex ár eru liðin frá því að tölvan kom á markað og því er hún komin til ára sinna og segja sumir að Nintendo sé að hefja auglýsingaherferð á nýrri tölvu, Switch 2.

Ein sú vinsælasta

Nintendo Switch-tölvan hefur slegið rækilega í gegn síðustu ár enda vantaði góða tölvu á markað sem hægt er að ferðast með og taka með sér út um allt. Eftir útgáfu Switch-tölvunnar komu nokkrar aðrar sambærilegar tölvur á markað, til dæmis má nefna vinsæla Steam Deck.

Langlíf 

Á þessum sex árum hefur Switch-tölvunni tekist að vera ein best selda tölva fyrirtækisins en búist er við tilkynningu um nýja tölvu á næstu vikum. Það liðu um 6 ár milli útgáfu NES-leikjatölvunnar og Super Nintendo, 5 ár milli Super Nintendo og Nintendo 64, 5 ár milli Nintendo 64 og GameCube og svo 5 ár milli GameCube og Wii U-tölvunnar.

Sérfræðingur hjá fyrirtækinu Visible Alpha, sem sér um greiningar á mörkuðum, segir að tekjur af tölvunni hafi dregist saman um 57% milli ársfjórðunga. Nýir leikir á tölvunni eru vinsælir en fyrirtækið virðist ekki vera að ná í eins marga notendur og áður. Því væri góður tími núna til að uppfæra tölvuna og koma með nýja á markað. 

Skjáskot/Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert