Fjarlægja vinsælan möguleika fyrir stórmótið

Hægt er að ferðast hratt um með búnaðinum.
Hægt er að ferðast hratt um með búnaðinum. Skjáskot/Fortnite

Annað stórmótið af þremur á þessu keppnistímabili í tölvuleiknum Fortnite fer fram á dögunum og hafa framleiðendur leiksins brugðið á það ráð að fjarlægja góðan fararmáta úr leiknum.

Í síðustu uppfærslu kynntu framleiðendur til leiks búnað sem kallast „ODM Gear“. Búnaðurinn gerir spilurum kleift að skjótast hratt um kortið og er þetta mjög vinsæl leið til að komast um. Búnaðurinn svipar til köngulóarvefs sem var í leiknum um tíma, spilarinn miðar á byggingar, tré eða veggi og skýtur búnaðurinn út krók sem togar spilarann áfram. 

Nú geta þeir sem keppa á stórmótinu ekki notað búnaðinn lengur því hann var fjarlægður úr keppninni. Það var gert vegna atvika þar sem spilarar áttu erfitt með að byggja veggi og stiga eftir að búnaðurinn var notaður. Þar sem lítill tími er til stefnu þar til úrslitakeppnin fer af stað var ekki hægt að laga þennan galla og því var talin betri kostur að fjarlægja búnaðinn. 

Stórmótið er stærsta mót ársins og vilja flestir ná langt á þessu móti þar sem það gefur keppnisrétt á næsta stórmóti sem fer fram í Kaupmannahöfn seinna á árinu. Úrslitin fara fram 13. og 14. maí næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert