Rekin eftir ummæli um fyrirtækið

Frá höfuðstöðvum Unity í Kalíforníu.
Frá höfuðstöðvum Unity í Kalíforníu. Skjáskot/Unity

Yfirmanni hjá tæknifyrirtækinu Unity var á dögunum sagt upp störfum eftir ummæli sem hún lét falla um fyrirtækið. Miranda Due sagði fyrirtækið vera fjarlægt starfsmönnum sínum og að starfsmönnum séu gerðar kröfur sem ekki sé hægt að uppfylla.

Samkvæmt Miröndu fengu starfsmenn skilaboð um að það væri léttara að mæta til vinnu ef starfsmenn myndu leigja aðra íbúð nær höfuðstöðvunum í Kaliforníu. Hún sagði að fyrirtækið væri búið að missa tökin og væri algjörlega taktlaust.

Taktlaus stefna

Um þremur tímum eftir að hún lét ummælin falla á Twitter-síðu sinni var henni sagt upp störfum. Hún útskýrði ummæli sín betur eftir að henni var sagt upp en hún segir að ef hún myndi leigja aðra íbúð nær vinnunni myndi meira en helmingur launanna fara í greiðslu á leigu. 

Unity reynir nú allt hvað þeir geta að fá starfsmenn til þess að mæta á skrifstofuna á ný eftir nokkur ár af fjarvinnu. Margir starfsmenn eru ósáttir við þessa ströngu stefnu þeirra og mun fleiri eru líklegri til þess að segja upp en að færa sig nær skrifstofunni. 

Stjórn Unity gaf út tilkynningu um að ýmislegt hefði gengið á bak við tjöldin og ekki sé allt sem sýnist. Unity hefur ekki átt sjö dagana sæla síðastliðnar vikur en fyrr í mánuðinum misstu um 600 manns starfið hjá Unity og farið var í að minnka skrifstofuna, greiða lægri leigu og fá meiri hagnað inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert