Heldur á nýjar slóðir með Atlantic og Rósu

Eðvarð Þór, einnig þekktur sem EddezeNNN.
Eðvarð Þór, einnig þekktur sem EddezeNNN. Ljósmynd/Dusty

Íslenski rafíþróttamaðurinn Eðvarð Þór, betur þekktur sem EddezeNNN, hefur skapað sér nafn í rafíþróttasenunni hér á landi en hann hefur verið að keppa undir merkjum Dusty í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive en nú bíða hans nýjir tímar.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Dusty sem birt var nú á dögunum kemur fram að Eðvarð muni ekki spila með Dusty á næsta tímabili þar sem hann hefur gert samning við Atlantic.

Þess utan bíður hans nýtt hlutverk síðar á árinu þar sem hann á von á barni með streymandanum Rósu Björk, en hún er einnig þekkt sem goonhunter.

Er því óhætt að segja að nýjir og spennandi tímar séu framundan hjá rafíþróttakappanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert